Skógrækt

Skógrækt
Á Svanshóli er fjölbreytt skógrækt, sem hjónin Halla og Lói hafa dekrað við í yfir 20 ár. Þar má finna ríflega 20 trjátegundir ásamt hefðbundnum nytjatrjátegunda sem sumar eru ræktaðar í lítilli gróðurstöð á staðnum. 

Á hverju ári ræktar Halla á Svanshóli þúsundir trjáplantna og selur skógræktinni sem dreifist síðan um land allt. Í fjallshlíðinni og mólendinu í kringum bæinn hefur verið plantað yfir 600 þúsund trjáplöntum og eru margar orðnar ansi myndarlegar. 

Fyrir vestan bæinn rís asparskógur sem er afar vinsæll vetrardvalarstaður fyrir rjúpurnar sem og vinsælt útivistasvæði fyrir gönguskíðafólk.
Leit