Heimagisting

Heimagisting á Svanshóli

Á Svanshóli er búið að innrétta rými til útleigu til ferðamanna. Íbúðirnar eru tvær og sú þriðja í undirbúningi.
Fullbúin íbúð á jarðhæð
Hér er um að ræða fallega tveggja herbergja íbúð (4 rúm) með sér inngangi, alrými (eldhúsi og stofu) og sér baðherbergi. 

Í eldhúsinu eru ísskápur, frystir og uppþvottavél og þvottavél inn á baðherberginu. Ýmis búnaður er á staðnum s.s. brauðrist, örbylgjuofn, kaffivél og almennur eldhúsbúnaður. Yfirbyggður pallur er fyrir framan íbúðina. 
Efri hæð austur
Hér er um að ræða notarlega stúdíó íbúð með rúmi fyrir tvo auk svefnsófa. Eldhúskrókur er í herberginu og sér baðherbergi með sturtu.
Leit