Fróðleikur

Reggíhundurinn Kölski tekur lagið með Hjálmum

Reggíhundurinn Kölski tekur lagið með Hjálmum

Sunnudagur, Júlí 24, 2022

Á Svanshóli bjó söngelskur rakki sem hét Kölski. Hann var algjör ljúflingur, en þegar hann heyrði tónlist byrjaði hann allur að iða og endaði oft á því að taka lagið. Uppáhaldstónlistin hans voru Sigurrós, Björk og svo Hjálmar. Eitt sinn heimsótti reggíbandið Hjálmar gróðurhúsið og gerði stutta en skemmtilega hljóðtöku þar sem hinn göldrótti Kölski fékk að láta ljós sitt skína. Fyrir valinu var lagið Bréfið, af plötunni Hljóðlega af stað frá árinu 2004, og er eftir söngvarann Þorstein Einarsson.

Heimild: RÚV (24.6.2019), Hjálmar mættu Kölska í Bjarnarfirði.  

Engin ummæli enn
Leit