Fróðleikur

Lambatindur

Lambatindur

Miðvikudagur, Febrúar 1, 2023

Lambatindur er hæsta fjall á austanverðum Vestfjörðum og er ákaflega sviphreinn séður frá Veiðileysu. Allir dalir við sunnanverða Veiðileysu eru dæmigerðir jökulsorfnir U-laga dalir. Ströndin frá Byrgisvík inn að Krákutúni er ægifögur og engu lík vegna fjölbreytni. Jarðlög sjást óvenjulega vel í fjallshlíðum.

Jarðlög í Strandasýslu eru yngst syðst eða 6-7 milljón ára gömul en eldast norður Strandir. Þau eru 10 milljóna ára við Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði og um 11-12 milljón ára í Geirólfsnúp. Þau eru því öll af tertíerum aldri. (Heimild: Samantekt Hauks Jóhannessonar)

Engin ummæli enn
Leit