Fullbúnar íbúðir

Á Svanshóli er hægt að leigja fullbúnar íbúðir, eins og tveggja herbergja. Íbúðirnar eru með sér eldhúsaðstöðu og baðherbergi með sturtu.

Fersk ber og ávextir

Á Svanshóli er norðlægasta kirsuberjarækt í heimi og þó víðar væri leitað. Bjarnarfjörður er þekktur fyrir galdra og fjölkyngi, en það má teljast töfrum líkast að berjarækt skuli vera starfrækt við heimskautabaug.

Svanshóls sultur

Á Svanshóli eru framleiddar berjasultur úr hráefni ræktuðu á staðnum. Engin rotvarnarefni og ekkert skordýraeitur. Aðeins það besta sem náttúran býður uppá.

FróðleiksmolarÍ faðmi náttúrunnar

Svanshóll er staðsettur í Bjarnarfirði á Ströndum. Hér er óspillt náttúra í seilingarfjarlægð og friður og ró. Stutt er í Gvendarlaug, sem er ein elsta útisundlaug landsins. Laugin er staðsett við Hótel Laugarhól, þar sem hægt er að njóta matar og félagsskapar í fallegu og notarlegu umhverfi.
Leit