Svanshóll er sannkallaður sælureitur í Bjarnarfirði á Ströndum.

Á Svanshóli er trjárækt og eitt nyrsta gróðurhús á Íslandi, en kirsuberin frá Svanshóli eru löngu orðin heimsfræg, að minnsta kosti í nærsveitum.

Einnig er hér hægt að kaupa aðgang að veiði í Bjarnarfjarðará og örstutt í sundlaugina að Laugarhóli auk þess sem svæðið býður upp á fallegar gönguleiðir og styttri ökuferðir um ósnortna náttúru Bjarnafjarðar, Steingrímsfjarðar og norður í Árneshrepp svo eitthvað sé nefnt.

Hafðu samband ef þú ert í ferðahugleiðingum.